Söguvefurinn

Kennsluefni í fornaldarsögu

Um vefinn

Á Söguvefnum er að finna kennsluefni í mannkynssögu fyrir framhaldsskóla og er námsefninu ætlað að mæta kröfum nemenda og kennara um betri nýtingu vefsins í kennslu. Með þessu móti má miðla upplýsingum til nemenda á skilvirkan og fjölbreyttan máta, þar sem auðvelt er að glæða söguna lífi með tæknina sér við hönd.

Á vefnum er sem stendur að finna lesefni um sögu Forn-Grikkja og Rómaveldis til forna, en vonir standa til að á næstu misserum bætist efni við vefinn þar til hann verður fullskapaður. Auk lesefnis er á vefnum að finna stuðningsgögn s.s. glærur og verkefni ásamt ítarlegum orðskýringum. Vefurinn er í stöðugri þróun og því má vætna þess að efni hans vaxi og dafni með honum.

Eldri söguhefð er mjög karlæg í umfjöllun sinni. Lítið er gert úr hlut kvenna í sögunni og fókus settur á karlmenn sem gerendur í atburðamiðaðri frásögn. Slík saga er að mati höfunda Söguvefsins úrelt og mikilvægt er að rétta hlut kvenna í sögunni með því að draga fram í dagsljósið allar þær merku konur sem lagt hafa sögunni lið. Á vefnum er því sérstakt tillit tekið til kvennasögu.